Dagur Leikskólans 6 febrúar

Líkanð er unnð af elstu börnum leikskólans á Núpaskál
Líkanð er unnð af elstu börnum leikskólans á Núpaskál

Sjötti febrúar er merkisdagur í sögu leikskólans en á þeim degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara með sér sín fyrstu samtök. Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar og hefur svo verið gert um langt árabil. Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum. Við hér á leikskólanum ákváðum auðvitað að taka þátt í þessu degi. Við byrjuðum þann 8. janúar í þemavinnu um nærumhverfið okkar. Allar deildar tóku þátt í að vinna með og rannsaka nærumhverfið. Allt frá fjöllunum okkar að snjónum á lóðinni ásamt leikskólabyggingunni.  Núpaskál þar sem elstu börnin okkar eru ákváðum að taka fyrir Leikskólann okkar.

Markmið með verkefninu var:

  • Að vekja börnin til umhugsunar um leikskólann okkar
  • Að efla virðingu barnanna fyrir leikskólanum
  • Að leyfa börnunum að upplifa leikskólann á sem fjölbreyttastan máta á sínum forsendum.
  • Að börnin fengju að skoða og kynnast leikskólabyggingunni á sem fjölbreyttasta máta.

Með þessum markmiðum vildum við að börnin yrðu meðvitaðri um sögu leikskólabyggingarinnar.

Til þess að geta náð þessum markmiðum reyndum við að vekja áhuga og forvitni barnanna til að rannsaka umhverfið sitt. Þau fórum í nokkrar vettvangsferðir um leikskólalóðina og hún skoðuð í krók og kima. Þá fórum þau og töldum glugga og hurðar og svo var farið í það að búa til leikskólann. Í byrjun söfnuðum við að okkur verðlausum efnivið, mjólkurkössum og dagblöðum, því leikskólinn er búinn til úr pappamassa. Þemavinnunni á öllum deildum lauk svo með sýningu á sínum verkefnum á degi leiksólans 6. febrúar þegar við buðum mömmu og pabba, afa og ömmu til okkar á sýningu.

 

Myndin er teiknuðu af 1 árs börnum af á Nautaskál.