Fjallabyggð og Íslenska Gámafélagið skrifuðu undir verksamning um sorphirðu í Fjallabyggð

Í dag 31. október var gerður verksamningur milli Fjallabyggðar og Íslenska Gámafélagsins um sorphirðu í Fjallabyggð frá 1. febrúar 2024 til þriggja ára samkvæmt ákvæðum útboðslýsingar.
Lesa meira

Viðburðadagatal á aðventu í Fjallabyggð 2023-2024

Undanfarin ár hefur Fjallabyggð gefið út viðburðadagatal fyrir jólin þar sem m.a. er birt dagskrá hinna ýmsu þjónustuaðila, félaga, safna og setra, skóla, kirkjunnar og fleira. Ef þú vilt koma þínum viðburði til skila til íbúa með þátttöku í dagatalinu þarftu að senda upplýsingar um hann til markaðs- og menningarfulltrúa á netfangið lindalea@fjallabyggd.is fyrir 23. nóvember nk. Birting í dagatalinu er þér að kostnaðarlausu og verður það m.a. birt á vef Fjallabyggðar.
Lesa meira

Árleg hunda- og kattahreinsun í Fjallabyggð

Hunda- og kattaeigendum er skylt að mæta með hunda og ketti sína til hreinsunar og er það innifalið í leyfisgjaldi sem þarf að vera greitt fyrir hreinsun. Ef hreinsun hefur þegar farið fram eru eigendur vinsamlegast beðnir um að koma í áhaldahús og framvísa vottorði því til staðfestingar. Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir: [meira..]
Lesa meira

Aðalfundur Vélsleðafélags Ólafsfjarðar

Aðalfundur Vélsleðafélags Ólafsfjarðar verður haldinn föstudaginn 3. nóvember 2023 kl. 20:00 í Vallarhúsinu (ÚíF)á Ólafsfirði.
Lesa meira

Alþýðuhúsið á Siglufirði - Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur. Undur og stórmerki: Náttúrulögmálin

Undur og stórmerki: Náttúrulögmálin Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur verður í Alþýðuhúsinu á Siglufirði sunnudaginn 29. október kl. 20:00. Auk þess að lesa upp mun Eiríkur ræða við lesendur, áhorfendur og áheyrendur um sögusviðið, trú og hjátrú, ástina og svikult eðlið, náttúru manna, fjalla og hafs, og allra handa hamfarir – og hugsanlega jafnvel sýna myndir! Þá verður bókin til sölu og áritunarpenninn á lofti.
Lesa meira

Deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar

Tillaga að deiliskipulagi suðurbæjar Siglufjarðar
Lesa meira

Syndum - landsátak í sundi 1.-30. nóvember

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2023.
Lesa meira

Lekaleit hitaveitu með drónum í Ólafsfirði

Starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu innan Ólafsfjarðar fyrir hönd Norðurorku.
Lesa meira

Æfing í viðbrögðum við bráðamengun hjá Fjallabyggðahöfnum

Landhelgisgæslan, Umhverfisstofnun, Samgöngustofa, Fjallabyggðar Hafnir og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Vestra verða með sameiginlega æfingu í viðbrögðum við bráðamengun í höfninni á Siglufirði á morgun.
Lesa meira

Opnir hreyfitímar Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Ólafsfirði fyrir íbúa Fjallabyggðar

Heilsueflandi Fjallabyggð býður fullorðnum íbúum í opna hreyfitíma í Íþróttahúsi Fjallabyggðar í Ólafsfirði í október. Í boði verður fjölbreytt hreyfing og góður félagsskapur. Mánudaginn 16. október kl. 17:30 - K-dagur í dag; Körfubolti, kóngurinn á kistunni, kviðæfingar og kannski eitthvað rólegra á kantinum, s.s. badminton. Aðgangur ókeypis !
Lesa meira